Færslur: 2007 Febrúar

21.02.2007 12:24

Ágæti félagsmaður

Fjarðabyggð 21. feb. 2007

Ágæti félagsmaður

Stjórn Starfsmannafélags Fjarðabyggðar óskar félagsmönnum öllum gleðilegs árs og vonast eftir góðu samstarfi við félagsmenn á komandi ári sem hingað til.

Páskaúthlutun orlofshúsa

Umsóknir um orlofshúsin í Kjarnaskógi og Ásholti þarf að hringja inn í síma 8460122 (Sigga) eða 8465527 (Birna Rósa) fyrir 1 .mars n.k.

Úthlutað verður 7. mars og umsækjendur látnir vita.

Tímabilin í páskaúthlutuninni eru eftirtalin:

30. mars - 4. apríl ( 13.500 kr. )

4. apríl - 9. apríl ( 13.500 kr. )

Sumardagurinn fyrsti 18. apríl - 23. apríl ( 11 þúsund kr. )

Umsóknareyðblöð vegna sumarúthlutunar verða send 8.mars n.k. og úthlutað verður fyrir marslok og félagsmönnum send svarbréf.

Helstu fréttir eru þær að sumarhúsið í Seldal hefur verið selt eins og síðasti aðalfundur samþykkti. Kaup á stærri íbúð í Reykjavík eru í athugun.

Við minnum á úthlutunarreglur styrktarsjóðs BSRB, allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.bsrb.is . Einnig viljum við minna á 3000 kr. styrk hjá STAF til íþróttaiðkunar sem greiddur er tvisvar á ári hjá Jónu Katrínu gegn framvísun kvittunar.

Kveðjur

Stjórn Stafsmannafélags Fjarðabyggðar

  • 1
Flettingar í dag: 125
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 230483
Samtals gestir: 51264
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 19:51:42

Nafn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Farsími:

8939105/8975639

Kennitala:

451275-1519

Bankanúmer:

1106-18-910090
clockhere

Tenglar