Færslur: 2007 Nóvember

15.11.2007 16:10

Fréttabréf Okt 2007

FRÉTTABRÉF

STARFSMANNAFÉLAGS

FJARÐABYGGÐAR 

Ágætu félagsmenn

Nú þegar er farið að huga að gerð næstu kjarasamninga, en samningar ríkisstarfsmanna renna út 30. apríl 2008 og starfsmanna sveitarfélaga 30. nóv 2008. Í komandi samninga-ferli verðum við í formlegu samfloti 13 félaga bæjarstarfsmanna er stofnuð voru formlega á aðalfundi Samflots 14. sept. s.l.

Á fundinum, sem var fjölsóttur, var formaður FOSS Elín Björg kjörin formaður. Í fyrstu grein Samflotssáttmálans kemur fram hver tilgangur samstarfsins er.

En þar segir:

Með samkomulagi SAMFLOTS skuldbinda þau bæjarstarfs-mannafélög sem undir það rita, sig til að vinna að undirbúningi og að ljúka sameiginlega við gerð kjarasamninga sem taka eiga við af samningum sem eru með gildistíma til 30. nóvember 2008 við Launanefnd sveitarfélaga (LN) og 30. apríl 2008 við Samninganefnd ríkisins (SNR). Þetta samkomulag skuldbindur félögin einnig til greiða atkvæði sameiginlega um kjarasamningana.

Megin markmið með formlegu samfloti eru

Ø að hámarka árangur í kjarasamningagerð fyrir félagsmenn

Ø að þeir sem hefja samningavinnuna saman - ljúka henni saman

Ø að vera með sameiginlegan undirbúning í aðdraganda kjaraviðræðna

Ø að nýta samtakamátt til að ná fram mikilvægum málum

Ø að skipulag Samflotsins verði skilvirkara

Ø að samnýta þekkingu

Ø að styrkja félögin innan kjarasviðs

Ø að gera starf Samflotsins sýnilegra

Það er svo von okkar að með samvinnu þessara 13 félaga náist ásættanlegur árangur í komandi kjarasamningum.

Formaður

Fréttir:

Eins og félagsmenn eflaust vita seldum við sumarbústaðinn okkar í Seldal s.l. vetur og íbúðina í Ásholtinu í maí s.l. Í staðinn keyptum við 109 fermetra bjarta og fallega íbúð í Lækjarsmára 4, 2. hæð til vinstri, í Kópavogi. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvíbreið rúm í tveimur þeirra og tvíbreiður svefnsófi í einu. Allar græjur er í íbúðinni t.d. internettenging, þvottavél og þurrkari, sjónvarp, videó, dvd, o.fl. o.fl. Stutt er í alla þjónustu, Smárinn er rétt hjá, heilsugæsla, fiskbúð, bakarí, Bónus, Rúmfatalagerinn o.fl. Útleiga er þegar hafin og nú er hægt að kaupa þrif, (ef þú vilt sleppa við púlið) um leið og íbúðin er pöntuð.


Á myndinni sést okkar íbúð á 2. hæð til vinstri ( fleiri myndir í myndaalbúmi)
Ráðist var í að gera heimasíðu fyrir félagið og er Áslaug Lárusdóttir í þeirri vinnu. Heimasíðan verður tilbúin í byrjun nóvember. Hugmyndin er að þar geti félagsmenn fundið allar upplýsingar um félagið, orlofshúsin og tengla á ýmsar heimasíður sem tengjast félagsstarfinu. Slóðin á síðuna er:
www.123.is/staf

Félagsmenn eru beðnir um að skrá tölvupóstföngin sín á netfangið staffelag@gmail.com sem er á heimasíðunni, það auðveldar upplýsingastreymi frá félaginu.


 

Félagsmenn munið:

· starfsmenntunarsjóð STAF

· Íþróttastyrkinn hjá STAF ( 2. á ári)

· styrktarsjóð BSRB

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 230457
Samtals gestir: 51264
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 19:21:02

Nafn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Farsími:

8939105/8975639

Kennitala:

451275-1519

Bankanúmer:

1106-18-910090
clockhere

Tenglar