Blog records: 2011 N/A Blog|Month_6

24.06.2011 15:14

Samningar

Félagsmenn athugið að hægt er að skoða nýju kjarasamningana hér á síðunni undir skrár.
Einnig er hægt að skoða niðurstöður um kosningu þeirra  og fleira á síðu Samflots bæjarstarfsmanna http://samflot.is/  sem við erum aðilar að.

21.06.2011 10:26

Félagsmenn athugið!

Erum með afnot að íbúð á Akureyri í sumar  ef þið eruð að leita að gistingu þar.

Eins  erum við komin í samstarf við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um  afnot af þeirra bústöðum ef  þeir eru lausir.  Þeir eiga bústaði í Munaðarnesi, á Úlfljótsvatni, á Illugastöðum og Eiðum sem dæmi.

Um að gera  að hringja  í STAF sími 893 9105 og athuga með þetta ef þið hafið áhuga.

Stjórnin

09.06.2011 13:22

Fréttatilkynning

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjarðabyggðar fyrir árið 2010 var haldinn þriðjudaginn 7.júní s.l í kaffihúsinu  Nesbæ  Neskaupstað. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru nýir  kjarasamningar  við Launanefnd  sveitarfélaga og  Ríkisjóð  kynntir þá má nálgast hér á heimasíðunni undir Skrár og þar undir kjarasamningar.
Ein breyting varð á stjórninni Baldur Baldursson yfirmatsveinn á FSN  var kjörinn í stjórnina í stað Þorsteins Guðjónssonar  stöðvarstjóra.

 

Kv  Kristinn Ívarsson formaður STAF

01.06.2011 14:15

Aðalfundur

                Aðalfundur STAF

verður haldinn í Nesbæ (kaffihúsi)

þriðjudaginn 7. júní 2011 kl. 20.00.

 

Dagskrá:

1.       Venjuleg aðalfundarstörf

·       Skýrsla stjórnar

·       Ársreikningar lagðir fram

·       Kosning stjórnar

                 2.      Önnur mál.

    3.      Kynning á kjarasamningum

Kaffi og meðlæti

Stjórn STAF

  • 1
Today's page views: 47
Today's unique visitors: 7
Yesterday's page views: 37
Yesterday's unique visitors: 21
Total page views: 229373
Total unique visitors: 51137
Updated numbers: 15.10.2019 03:44:33