Blogghistorik: 2015 Nästa sida

27.04.2015 16:26

Orlofsuppbót


Orlofsuppbót 2015


Að gefnu tilefni er athygli vakin á að þar sem kjarasamningar eru flestir lausir og ekki er búið að semja um orlofsuppbót þessa árs verður að miða orlofsuppbót við síðast gildandi kjarasamning
(eða vegna ársins 2014). Ef það næst samkomulag um hækkun orlofsuppbótar fyrir þetta ár þá ber atvinnurekanda skylda til að leiðrétta greiðsluna þegar nýr kjarasamningur tekur gildi.

-        Á árinu 2014 kr. 39.000 fyrir bæjarstarfsmenn

-        Á árinu 2014 - 39.500 kr. hjá ríkisstarfsmönnum

Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Tímavinnufólk fær greidda orlofsuppbót og miðast óskert fjárhæð hennar við 1.504 unnar dagvinnustundir á framangreindu viðmiðunartímabili.

1.8.2  Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikna) samfellt starf á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs, allt að sex mánuðum.

Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins.

Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofslaun 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 47
Antal unika besökare idag: 7
Antal sidvisningar igår: 37
Antal unika besökare igår: 21
Totalt antal sidvisningar: 229373
Antal unika besökare totalt: 51137
Uppdaterat antal: 15.10.2019 03:44:33

Namn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Mobilnummer:

8939105/8975639

Personnummer / Organisationnummer:

451275-1519

Bankkonto nummer:

1106-18-910090
clockhere

Länkar