Blogghistorik: 2015 Länk

27.05.2015 15:25

Lausar vikur í orlofshúsum STAF

Ágætu félagar !

Þar sem sumarúthlutun  orlofshúsa okkar er lokið, þá standa eftir örfáar vikur sem eru lausar.


Það eru í Kjarnaskógi:

4/9 til 11/9 2015

11/9 til 18/9 2015


Í Lækjarsmára er þetta laust:

29/5 til 5/6 2015

3/7 til 10/7 2015

24/7 til 31/7 2015

7/8 til 14/8 2015

28/8 til 4/9 2015

4/9  til 11/9 2015

11/9  til 18/9 2015


Orlofsnefnd STAF


20.05.2015 14:26

Boðun Aðalfundar 2015

      

                                                                  

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hildibrandhótel

fimmtudaginn 28.maí kl.20:00

léttar veitingar í boði.

Með von um að sjá sem flesta!

Stjórn STAF

  

 Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 

·         kosning fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu stjórnar.

·         skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu starfstímabili.

·         endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

·         kosning formanns STAF

·         kosning  meðstjórnenda og varamanna í stjórn

·         kosning fulltrúa á þing BSRB

·         önnur mál. 

 

Stjórnin

15.05.2015 11:50

Korta og miðasala STAF

Ágætu STAF félagar.

Eins og undanfarin ár mun félagið vera með til sölu:

Útilegukortið  komið  fyrir árið 2015 sem gildir yfir 40 tjaldsvæðum víðsvegar um landið eins og sjá má á síðunni þeirra www.utilegukort.is og kostar kr. 7.000 hjá okkur.

Hótelmiða: sem gilda á Hótel Eddu yfir sumarið og sjá má á síðunni þeirra www.hoteledda.is. ATH. Miðar fyrir 2015 eru ekki komnir.

og á Fosshótelum sem gilda allt árið og sjá má á síðunni þeirra www.fosshotel.is hótelmiðarnir kosta kr. 6.000 hjá okkur.

 

Munið eftir Orlofsstyrk STAF

Á aðalfundi STAF 2014 var ákveðið að gera tilraun með "Orlofsstyrk" til félagsmanna og gefst félagsmönnum áfram kostur á að sækja um styrk allt að 20.000 krónum.

Styrknum er úthlutað ef um leigu á orlofshúsi (annað en hjá STAF), fellihýsi / hjólhýsi, staðfestingu á td. flugmiða, leigu á bílaleigubíl, miða með skemmtiferðaskipi, eða vegna hótelkostnaðar þá annara en Foss- og Eddu hótela.

 

Umsóknareyðiblöð um styrkinn er að finna síðunni okkar www.123.is/staf undir skrár / orlofsmál / umsókn um ferðastyrk .

Framvísa þarf löglega númeruðum vsk-reikningum sem gefinn eru út á umsækjanda styrksins og skila síðan útfylltu umsóknarblaðinu til Jónu Kötu sem mun greiða styrkinn út eftir 1. september.

 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 8
Antal unika besökare idag: 5
Antal sidvisningar igår: 37
Antal unika besökare igår: 21
Totalt antal sidvisningar: 229334
Antal unika besökare totalt: 51135
Uppdaterat antal: 15.10.2019 03:12:33

Namn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Mobilnummer:

8939105/8975639

Personnummer / Organisationnummer:

451275-1519

Bankkonto nummer:

1106-18-910090
clockhere

Länkar