Blog records: 2015 N/A Blog|Month_11

21.11.2015 14:21

Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga

Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn.

Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.

Helstu breytingar eru þessar:

 Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.

 Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.

 Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014, lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð.

Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.

Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

Desemberuppbót hækkar um 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans.

 Persónuuppbót/desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:
Á árinu 2015 kr. 100.700.
Á árinu 2016 kr. 106.250.
Á árinu 2017 kr. 110.750.
Á árinu 2018 kr. 113.000.

Guðbjörn Arngrímsson
formaður

18.11.2015 17:29

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu starfsfólks um ríkissamningaAtkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Samflots, f.h. Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Starfsmannafélags Fjarðabyggðar, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Húsavíkur og SNR f.h. ríkisins með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Á kjörskrá voru:    155 
Atkvæði greiddu    109 eða 70.32% 
Já sögðu                 77 eða 70.64% af greiddum atkvæðum 
Nei sögðu               14 eða 12.84% af greiddum atkvæðum 
Auður seðill              1 eða   4.55% af greiddum atkvæðum 

Samningurinn er því samþykktur. 

Guðbjörn Arngrímsson 
formaður Samflots.

12.11.2015 10:58

Viðræðum við sveitarfélögin slitið - deilunni vísað til ríkissáttasemjara

Samninganefnd  bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem eru í samfloti, sem og stéttarfélög innan Starfsgreinasambandsins slitu síðdegis í dag kjaraviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. 

Arna Jakbína Björnsdóttir, formaður Kjalar, sem er í forsvari fyrir samstarfið segir hvorki hafa gengið né rekið síðustu þrjá sólarhringa í viðræðum um launalið nýs kjarasamings en þar er ásteitingarsteinninn öðru fremur.


"Ástæðan fyrir þessari stöðu er fjölþætt. Nýgert SALEK samkomulag er augljóslega að trufla viðræðurnar en líka nýgert starfsmat sem stéttarfélögin og sveitarfélögin stóðu að. Vissulega veldur það kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin en vert er að minna á að unnið hefur verið að endurnýjuðu starfsmati síðustu sex árin og margir starfsmenn sveitarfélaganna eru að fá leiðréttingu miðað við sitt starf og ábyrgð. Sveitarfélögin ætla sér hins vegar að blanda starfsmatshækkunum inn í kjarasamningagerðina núna, draga með öðrum orðum úr launahækkunum á samningstímanum til að mæta starfsmatinu. Á það föllumst við að sjálfsögðu ekki og höfum teygt okkur eins langt og mögulegt er að að mæta sveitarfélögunum, m.a. með tilboði um dreifingu launahækkana á samningstímanum. Það hefur því miður engu skilað við samningaborðið og því eigum við ekki annarra kosta völ en vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Samningsviljann skortir að okkar mati hjá samninganefnd sveitarfélaganna," segir Arna Jakobína.


10.11.2015 20:56

Styrktarsjóður BSRB vill minna á .

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til þess að geta fengið styrk vegna ársins 2015 er nauðsynlega að skila inn umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi föstudaginn 18. desember nk.

 

Þetta á bæði við um þá sem hafa sent inn umsókn á netinu og eiga eftir að skila inn fylgigögn og einnig þá sem eiga eftir að sækja um styrk hjá sjóðnum.

 

Komi umsóknir eftir 18. desember nk. munu umsóknir falla yfir á rétt ársins 2016.

 

Að gefnu tilefni benda starfsmenn sjóðsins á að skila þarf frumriti reikninga til sjóðsins, reikningar sendir með tölvupósti teljast ekki gildir.

 

Áríðandi er að þið kynnið þetta fyrir félagsmönnum ykkar.

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Styrktarsjóðs BSRB

S: 525-8380

 

10.11.2015 20:44

Samið við ríkið

Samflotsfélögin undirrituðu á seinni partinn í gær, kjarasamning við samningnefnd Ríkisins. Samningurinn er á líkum nótum og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu gerði við ríkið.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Upphafshækkun er 25.000 kr. eða að lágmarki um........... 7,7%, 
1.06.2016............... 6,5%
1.06.2017  Ný launatafla. Við innröðun skal hverjum starfsmanni tryggð 4,5% hækkun,
 1.06.2018 ...............3%
 Sérstök eingreiðsla, 55.000 kr., greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
Persónuuppbót (desemberuppbót)

       Á árinu 2015          78.000 kr.

Á árinu 2016          82.000 kr.

Á árinu 2017          86.000 kr.

Á árinu 2018          89.000 kr.


Orlofsuppbót


Á árinu 2015          42.000 kr.

Á árinu 2016          44.500 kr.

Á árinu 2017          46.500 kr.

Á árinu 2018          48.000 kr.


Samningurinn verður kynntur á næstu dögum í aðildarfélögum Samflots en miðað er við að atkvæðagreiðslu um hann verði lokið í síðasta lagi 18. nóvember næstkomandi.

f.h. samningarnefnd Samflots,

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður Samflots


  • 1
Today's page views: 47
Today's unique visitors: 7
Yesterday's page views: 37
Yesterday's unique visitors: 21
Total page views: 229373
Total unique visitors: 51137
Updated numbers: 15.10.2019 03:44:33