Orlofsmál

 

Orlofsmál

 

Reglur um úthlutun orlofshúsa og íbúða

Starfsmannafélags Fjarðabyggðar

1. Þeir sem rétt eiga á úthlutun eru félagar í Starfsmannafélagi Fjarðabyggðar og félagar sem eru komnir á eftirlaun.

Aðrir geta fengið úthlutun ef ekki berst umsókn frá þeim sem framan greinir. Heimilt er að innheimta hærra dvalargjald af utanfélagsmönnum.

 2. Starfsaldur og fyrri úthlutanir ráða forgangi úthlutunar.

Við úthlutun fer viðkomandi aftast í röðina.

 3. Leiga utan orlofstíma þ.e. 1. okt. - 15. maí skerða ekki rétt félagsmanna til úthlutunar á orlofstíma 15. maí - 30. september.

Úthlutun á sumarorlofstíma telst 1 vika. Leiga hefst á föstudegi kl. 16.00.

4. Sérstakar úthlutanir:

Jól og áramót, umsóknarfrestur til 1. október. Tímabil tvískipt

Páskaúthlutun. Tímabil tvískipt

Sumardagurinn fyrsti.

Vetrarúthlutun er að öðru leiti 4 mánuði fram í tímann. Helgarleiga tveir sólahringar. Hægt er að leigja aukanætur við helgarleigu.

 5. Úthlutun á húsi skerðir ekki rétt til úthlutunar á íbúð o.s.frv. Hver eign hefur sjálfstæða úthlutun.

 

6. Félagar í starfi hafa forgang um leigu orlofshúsa umfram félaga í eftirlaunadeild frá 15. maí - 30. september

 7. Leigugjald skal greitt við úthlutun. Að öðrum kosti skal öðrum úthlutað orlofshús/íbúð.

8. Hafi enginn félagi sótt um má leigja íbúð/hús til utanfélagsmanna með 2 daga fyrirvara.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 234611
Samtals gestir: 51759
Tölur uppfærðar: 12.11.2019 12:54:25

Nafn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Farsími:

8939105/8975639

Kennitala:

451275-1519

Bankanúmer:

1106-18-910090
clockhere

Tenglar