Starfsmenntasjóður

Umsóknum í starfsmenntasjóð skal skilað til:

Kristins Ívarssonar formanns STAF                              

Nesbakka 5

740 Neskaupstað

Gildistími frá 15. júní  2009

 

 

Samkomulag um starfsmenntunarsjóð STAF

 

REGLUR

Fyrir Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Fjarðabyggðar

 

 

1.gr.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því, að félagsmenn afli sér menntunar er miði að því tvennu, að þeir verði hæfari starfsmenn og þeim verði auðveldara en ella að leysa störf sín af hendi.

 

2.gr.

Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag bæjarsjóðs og stofnana hans, samkv. gildandi kjarasamningi milli Starfsmannafélags Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðar eins og hann kveður á um hverju sinni.  framlagið skal leggja inn á reikning Starfsmenntunarsjóðs.  Vaxtatekjum sjóðsins skal einungis varið í samræmi við tilgang hans (sbr. 1.gr.)

 

3.gr.

Stjórn sjóðsins er þannig skipuð, að tveir fulltrúar eru tilnefndir af Starfsmannfélagi Fjarðabyggðar og tveir til vara og tveir af Fjarðabyggð og tveir til vara. Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar.  Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti stjórnarmanna að greiða henni atkvæði.

4.gr.

Fé sjóðsins skal einkum varið til að auðvelda fólki að sækja námskeið og fræðslu tengt sinni starfsgrein, með því að sjóðurinn taki þátt í að greiða útlagðan kostnað (t.d ferðakostnað, námskeiðsgjöld og gistingu) eftir mati og getu á hverjum tíma.  Ennfremur er heimilt að sjóðurinn taki þátt í kostnaði af námskeiðum innanbæjar eða einstökum fyrirlestrum fyrir starfshópa eða félagsmenn Starfsmannafélagsins, sem efnt kann að vera til fyrir forgöngu þess, Fjarðabyggðar eða þessara aðila sameiginlega. Þá er heimilt að styrkja félagsmenn um allt að kr. 30 þúsund  vegna námskeiða ( t.d vegna tómstunda) sem það sækir þó það sé ekki  beint tengt starfi viðkomandi félagsmanns.

 

5.gr.

Þeir sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins skriflega umsókn það að lútandi, þar sem fram komi lýsing á því námi sem styrkur skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að stunda námið og aðrar þær upplýsingar, sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegar.  Á grundvelli þessara upplýsinga tekur stjórn sjóðsins ákvörðun um hvort og þá hversu háan styrk viðkomandi umsækjandi skuli fá.  Þó getur enginn umsækjandi fengið meiri úthlutun en kr. 150 þúsund á hverjum tveim árum.  Stjórn sjóðsins getur þó gert undantekningu þar á vegna sérstakra aðstæðna.

6.gr.

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar varðveitir Starfsmenntunarsjóðinn og annast bókhald hans án sérstakrar þóknunar.  Stjórn Starfsmenntunarsjóðsins skal yfirfara ársreikning og árita hann.

 

7.gr.

 

Reglur þessar taka gildi, er þær hafa verið staðfestar af stjórn Starfsmannafélags Fjarðabyggðar og bæjarstjórn Fjarðabyggðar.  Þær má endurskoða árlega, ef annar hvor þessara aðila leggur fram skriflega beiðni þar um.


Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 38
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 235283
Samtals gestir: 51940
Tölur uppfærðar: 21.11.2019 10:16:28

Nafn:

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Farsími:

8939105/8975639

Kennitala:

451275-1519

Bankanúmer:

1106-18-910090
clockhere

Tenglar